Loftgæði í Reykjavík | Reykjavíkurborg

Loftgæði í Reykjavík

9. nóvember 2018. Unnið er að uppsetningu á nýjum hugbúnaði í Farstöð I sem skráð er við Hringbraut og í loftgæðastöðvum Umhverfisstofnunar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og á Grensásvegi. Marktæk gögn munu því ekki birtast á vefnum frá þessum þremur stöðvum næstu daga. Heilbrigðiseftirlitið fylgist þó með mæliniðurstöðum og gefur út tilkynningar ef þurfa þykir.

 

Á kortinu má sjá staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík og hæsta styrk efna á hverjum tíma. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum. Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu. Önnur loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Farstöð II, er staðsett við gatnamótin Fossaleynir/Víkurvegur í Grafarvogi. Í Farstöð I er nú unnið að uppsetningu nýrra svifrykstækja ásamt viðhaldi á köfnunarefnistæki. 

Slóð á loftgæðin núna er http://testapi.rvk.is/#/stodvar

Heilbrigðiseftirlitið bendir einnig á síðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að skoða kort af öllum mælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlegast hafið samband við Kristínu Lóu Ólafsdóttur, Svövu S. Steinarsdóttur eða Árnýju Sigurðardóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í síma 4 11 11 11 ef þið hafið spurningar og/eða athugasemdir. Hafa skal samráð við umsjónarmenn um birtingu gagna. Athugið að þetta eru rauntímagögn sem ekki er búið að leiðrétta og því geta leynst í þeim villur.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 0 =