Rykbinding á helstu umferðargötum í Reykjavík

Samgöngur Umhverfi

""

Í gær 4. mars var svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík og því hefur verið ákveðið að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli Reykjavíkur í dag.

Fjölfarnar götur eru rykbundnar til að bæta loftgæði í borginni. Magnesíum klóríði sem reynst hefur vel til rykbindingar verður úðað á stofnbrautir í Reykjavík og fleiri fjölfarnar götur eins og Bústaðaveg og Suðurlandsbraut.

Rykbindingin hefst um hádegisbil og er fólk vinsamlegast beðið um að taka tillit til þess við akstur þegar vinnuvélar eru að störfum. Farið er í þessar aðgerðir að ráðum viðbragðsteymis um loftgæði en það er samstarfsvettvangur Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Veðurhorfur næstu daga auka líkur á svifryki einkum þar sem umferðarhraði er mikill.

Götur sem verða rykbundnar í dag og má sjá það á korti hér

Upplýsingar um loftgæði eru hér: Loftgæði.

Kjörið er að nýta sér þjónustu Strætó í dag. #grárdagur