Góður gangur í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur

Hjólaborgin

Ný brú í Elliðaárdal.
brú yfir á

Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði tæpir sex kílómetrar á árinu 2025. Þar af eru um 2,5 kílómetrar hluti af verkefnum Samgöngusáttmálans og hófust framkvæmdir á þeim í ár. Kostnaður við framkvæmdirnar eru tæplega 800 milljónir króna. Staða á Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í dag.

Markmiðið er 50 km árið 2025

Markmið Reykjavíkurborgar samkvæmt hjólreiðaáætluninni er að vera búin að leggja 50 kílómetra af sérstökum hjólastígum árið 2025. Það stefnir í að það takist en með framkvæmdum sem nú þegar eru hafnar verður búið að leggja 45 kílómetra af stígum. Til samanburðar var þessi tala 32 kílómetrar árið 2020.

Annað markmið sem er að nást er að fjölga hjólastæðum við grunnskóla borgarinnar. Markmiðið 2025 eru 5000 hjólastæði en nú þegar eru þau 4800 talsins. Til samanburðar voru þau 3300 árið 2020.

Yfirlit yfir verkefni

Samkeppni / undirbúningur

  • Reykjavegur, undirgöng

Frumhönnun

  • Nesvegur / Ægissíða
  • Breiðholtsbraut / Norðlingaholt
  • Mýrargata
  • Háaleitisbraut (norður)
  • Vegmúli
  • Stekkjarbakki (undirgöng)
  • Arnarbakki
  • Breiðhöfði
  • Höfðabakki - Hamrastekkur – Höfðabakkabrú
  • Höfðabakki, Rafstöðvarvegur – Bæjarháls
  • Breiðholtsbraut / Norðlingaholt

Forhönnun

  • Sörlaskjól / Faxaskjól
  • Dragháls / Krókháls / MS 
  • Krókháls,  Suðurlandsvegur- Laxalón
  • Hálsabraut /Dragháls/Krókháls (gatnamót)
  • Vínlandsleið
  • Suðurfell
  • Skúlagata
  • Einarsnes / Skerjaförður
  • Öskjuhlíð – stígtenging
  • Langahlíð (norður)
  • Suðurlandsvegur 2. áfangi
  • Kringlumýrarbraut / Borgartún  (gatnamót)

Verkhönnun

  • Gufunes - stígur 
  • Elliðaárdalur, stígur í stað stokks  
  • Kjalarnes – hringvegur 2. áfangi
  • Suðurlandsvegur 1. áfangi

Framkvæmd

  • Hálsabraut 
  • Laugarvegur – Hlemmur – Katrínartún
  • Kjalarnes,  Hringvegur 1. áfangi
  • Skógarhlíð 
  • Elliðaárdalur 3.áfangi  (Grænagróf – Dimma)
  • Arnarnesvegur / Breiðholtsbraut

Lokið

  • Álmgerði – Hæðargarður
  • Bústaðavegsbrú – Kringlumýrarbraut (rampur) 
  • Álmgerði – Hæðargarður
  • Bústaðavegsbrú – Kringlumýrarbraut rampur
  • Háaleitisbraut, Áland – Fossvogsvegur
  • Eiðsgrandi I,  Boðagrandi - Hringbraut
  • Þverársel / ÍR
  • Háaleitisbraut – Bústaðavegur (gatnamót)
  • Réttarholtsvegur - Sogavegur
  • Elliðaárdalur,  Rafstöðvarvegur (Bíldshöfði – Toppstöð)
  • Litlahlíð – undirgöng
  • Bústaðavegur 151-153
  • Ánanaust
  • Elliðaárdalur 1. áfangi (Höfðabakki – gamla vatnsveitubrú)
  • Elliðaárdalur 2. áfangi ( gamla vatnsveitubrú – Grænagróf)
  • Suðurhlíðar við Kringlumýrarbraut

Markmið Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021–2025 er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni. Áætlunin er leiðar­vísir í eflingu hjól­reiða og uppbyggingu hjól­reiða­innviða. Aukin hlut­deild hjól­reiða er hag­kvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýð­heilsu og lífs­gæði og skapar betri borg.