Ertu klár í veturinn?

Er snjóskóflan tiltæk? Það þarf að moka leiðina að tunnunum og einnig gæta þess að hægt sé að opna hurðina í sorpgeymsluna/gerðið ef það hefur snjóað.
Snjór fyrir sorptunnum í sorphirðugerði.

Nú er veturinn framundan og gott að huga að því að frágangurinn sé góður við sorptunnurnar og í sorpgeymslum og -gerðum til að tryggja að starfsfólk sorphirðunnar komist að til að tæma tunnurnar.

Gott er að hafa í huga að ef hindranir eru á vegi sorphirðufólks, eins og til dæmis bíll sem er illa lagt, getur það komið í veg fyrir tæmingu íláta. Aðrir hlutir en bílar geta auðvitað teppt leiðina og ómokaðar eða hálar gönguleiðir geta hindrað losun.

Athugið að greitt er fyrir aukalosun samkvæmt gjaldskráÞví er gott að kíkja á eftirfarandi tékklista áður en veturinn skellur á af fullum þunga til að tryggja órofna þjónustu.

Tékklisti fyrir veturinn

  • Eru tunnurnar á góðum stað með tilliti til veðurs og vinda?
  • Virkar hurðin og/eða læsingin í sorpgeymslunni eða sorpgerðinu? Þarf að smyrja lása eða lamir?
  • Þarf að skipta um perur? Úti og innilýsing verður að vera í lagi.
  • Er snjóskóflan tiltæk? Það þarf að moka leiðina að tunnunum og einnig gæta þess að hægt sé að opna hurðina í sorpgeymsluna/gerðið ef það hefur snjóað.
  • Áttu salt til eða sand til að hálkuverja gönguleiðina að tunnunum? Hér eru upplýsingar um hvar er hægt að nálgast salt og sand hjá Reykjavíkurborg

Nokkur húsráð

  • Fyrir plasttunnu. Gott er að pakka plasti inn í poka sem falla til. Til dæmis setja plast í morgunkorns- eða brauðpoka. Þannig þjappast plastið betur saman og tekur minna pláss í tunnunni og minni hætta er á foki.
  • Í pappatunnu er líka mikilvægt að þjappa og nýta plássið vel, til dæmis með því að brjóta saman umbúðir og kassa.
  • Ef tunnurnar eru færðar nær lóðamörkum þarf að moka minna til að sorphirðan komist að til að tæma ef vetur er snjóþungur.
  • Vistið hlekkið á sorphirðudagatal Reykjavíkurborgar í símann. Þar er hægt að sjá hirðudagana og þarna eru líka settar inn tilkynningar ef eitthvað ber útaf eins og mögulegar seinkanir vegna færðar.

Takk fyrir lesturinn með fyrirfram þökkum fyrir að hjálpa til við að sorphirðan gangi sem best fyrir sig í vetur og að hjálpa til við að tryggja öryggi starfsfólks.

Hindranir í sorphirðu