Opið fyrir umsóknir um Námsstyrk Ellýjar Katrínar

Ellý Katrín Guðmundsdóttir

Nú er opið fyrir umsóknir um Námsstyrk Ellýjar Katrínar, árlegan námsstyrk sem veittur er til meistaranema í umhverfis- og loftslagsmálum.

Styrkurinn er veittur til að styðja við vinnslu meistararitgerðar eða meistaraverkefnis og er ætlað að efla þekkingu á málefninu til framtíðar.

Námsstyrkurinn er kenndur við Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, lögfræðing og fyrrverandi borgarritara hjá Reykjavíkurborg, sem var frumkvöðull á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hún leiddi samþættingu samgöngu- og umhverfismála og sinnti alþjóðastarfi borga í loftslagsmálum og leiddi í því samhengi verkefni sem opnuðu nýjar víddir fyrir borgina í umhverfismálum. Í kjölfarið setti Reykjavíkurborg fram sín fyrstu markmið til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2026 og verður úthlutun tilkynnt þann 15. september, á fæðingardegi Ellýjar Katrínar. Styrkurinn er að hámarki 500.000 krónur og í forgangi við úthlutun eru verkefni sem tengjast Reykjavíkurborg eða sveitarfélögum almennt. 

Í síðasta ári hlaut Steinunn Kristín Guðnadóttir námsstyrkinn. Steinunn hyggst nota styrkinn í meistaraverkefni sínu þar sem hún rannsakar hvernig íslensk nútímalist tengist loftslagsmálum og hvernig listin getur varpað ljósi á viðhorf samfélagsins gagnvart loftslagsvandamálinu. 

Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á vefsíðu Reykjavíkurborgar en sótt er um á Mínum síðum.