Virkniþing - aukin virkni og bætt heilsa
Virkniþing fyrir eldra fólk verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 19. september næstkomandi.
Íþróttavika Evrópu
Dagana 23.-30. september er Íþróttavika Evrópu eða „#BeActive“, sem er alþjóðlegt hvatningarátak um hreyfingu og bætta heilsu. Það er því vel við hæfi að halda virkniþing og stuðla á þann hátt að félagslegri virkni eldra fólks í Reykjavík og bættum lífsgæðum þeirra.
- Nánari upplýsingar á Beactive Ísland
Á Virkniþinginu verða haldin áhugaverð erindi auk þess verður boðið upp á kynningu á þeirri fjölbreyttu heilsueflandi þjónustu og afþreyingu sem eldra fólki í Reykjavík stendur til boða. Bæklingur um framboð á menningu, íþróttum, og útivist í borginni.
Virkniþingið hefst klukkan 10:00 og stendur til klukkan 13:00.
Dagskrá:
Að eldast í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri.
Verum virk
Willum Þór Þórsson, forseti íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
Það er pláss - Erindi um einmanaleika
Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri Tölum saman hjá Félags- og húsnæðismálaráðuneyti.
Gleðidans
Auður Harpa danskennari stýrir gleðidansi.
Heimsóknavinir með hund
Heimsóknavinir með hund mæta í Ráðhúsið. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og felst í að heimsóknavinir fara ásamt eigin hundi og hitta einstaklinga eða hópa á heimilum þeirra, á hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem óskað er eftir hundaheimsóknum. Hlutverk heimsóknavina með hund er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Afþreying og virkni sem eldra fólki stendur til boða í Reykjavík
Meðal þeirra sem munu kynna fjölbreytta vetrardagskrá eru: Samfélagshús, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, bókasöfn, sundlaugar, heilsugæslan og fleiri aðilar.
Gestum gefst meðal annars tækifæri á að prófa farþegahjól sem verða á staðnum.
Hvetjum fólk til að fjölmenna. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi.
Öll velkomin!