Vilt þú sækja um styrk hjá borginni?

Róbert Reynisson
Loftmynd af Sæbraut og Hallgrímskirkju, séð frá hafi. Mistur í lofti.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr borgarsjóði fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er frá 1. til 30. september 2025 og gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði lokið í ársbyrjun 2026.

Styrkjunum er ætlað að styðja við fjölbreytt verkefni einstaklinga og frjálsra félagasamtaka sem stuðla að farsælli þróun borgarsamfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi.

Styrkir eru veittir til verkefna á eftirtöldum sviðum:

  • Félags- og velferðarmála
  • Skóla- og frístundamála
  • Íþrótta- og æskulýðsmála
  • Mannréttindamála
  • Menningarmála

Umsókn er nú að fullu rafræn í gegnum Mínar síður borgarinnar. Umsóknareyðublaðið er nú aðgengilegra, einfaldara og skýrara gagnvart umsækjendum.

Þarftu frekari aðstoð eða upplýsingar? Þjónustuver borgarinnar er til staðar í netspjalli, í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is og í síma 411 1111.