Vilt þú sækja um styrk hjá borginni?

Tjörnin í Reykjavík
Reykjavíkurtjörn og nágrenni úr lofti.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr borgarsjóði fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er frá 27. september til 27. október 2023.

Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði lokið í ársbyrjun 2024.

Styrkjunum er ætlað að styðja við fjölbreytt verkefni einstaklinga og frjálsra félagasamtaka sem stuðla að farsælli þróun borgarsamfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi.

Styrkir eru veittir til verkefna á eftirtöldum sviðum:

  • Félags- og velferðarmála
  • Skóla- og frístundamála
  • Íþrótta- og æskulýðsmála
  • Mannréttindamála
  • Menningarmála

Umsókn er nú að fullu rafræn í gegnum Mínar síður borgarinnar. Umsóknareyðublaðið er nú aðgengilegra, einfaldara og skýrara á allan hátt gagnvart umsækjendum.

Þarftu frekari aðstoð eða upplýsingar? Þjónustuver borgarinnar er til staðar í netspjalli, í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is og í síma 411 1111.