Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð!

Mannlíf Menning og listir

Ljóslistaverkið Lightbattle III á Ingólfstorgi vakti mikla athygli. Ragnar Th. Sigurðsson
Loftmynd af Ingólfstorgi á Vetrarhátíð 2025. Ljóslistaverk á miðju torginu.

Fjöldi fólks skemmti sér á Vetrarhátíð um síðustu helgi, 7.- 9. febrúar. Hátíðin fór afar vel fram en hátt í 150 viðburðir voru á dagskrá.

Video file

Á Vetrarhátíð, hátíð ljóss og myrkurs, tekur fjöldi listafólks þátt í að skapa einstaka stemmningu í borginni og samanstendur hátíðin af þremur meginstoðum; Ljósaslóð, Safnanótt og Sundlauganótt. Á Safnanótt opnuðu fjölmörg söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með áherslu á óhefðbundna viðburði sem veittu gestum nýja sýn á söfnin. Á Sundlauganótt var meðal annars blásið til veislu í Laugardalslaug, þar sem gestir nutu meðal annars sirkuslista og bakkasöngs. Auk þess tók Ylströndin í Nauthólsvík þátt í fyrsta sinn, með hvalatjilli og tónlist. Að vanda var Ljósaslóð Vetrarhátíðar í lykilhlutverki og var gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og á Austurvöll vörðuð 18 ljóslistaverkum eftir innlent sem erlent listafólk. Ókeypis var á alla viðburði hátíðarinnar.

Vetrarhátíð 2026 fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins 5. til 8. febrúar.

Sjáumst hress á Vetrarhátíð 2026!

Loftmynd af borginni á Vetrarhátíð. Kvöld, yfirlit yfir Þingholt, turn Hallgrímskirkju gnæfir yfir lýstur í rauðu

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson