
Reykjavíkurborg leitar nú eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka þátt í verkefninu Torg í biðstöðu 2025. Að þessu sinni er áherslan á lífið í skóginum í allri sinni dýrð.
Við veltum fyrir okkur spurningum eins og: Hvar og hvernig getum við aukið þetta líf? Markmið verkefnanna í ár er að þau stuðli að auknu lífi í skóginum, bæði mannlegu og líffræðilegu. Dæmi um verkefni gæti verið aukin dvalarrými og rými fyrir kennslu og fræðslu eða verkefni sem stuðla að bættu aðgengi fyrir öll og auknum líffræðilegum fjölbreytileika.
Reykjavík býr yfir miklum umhverfisgæðum. Vötn, dalir, vogar, hlíðar, heiðar og ekki síst skógar eiga það sameiginlegt að gefa borgarbúum tækifæri til líkamlegar- og andlegrar endurheimtar. Gott aðgengi og fjölbreytt aðstaða í útvistarparadísunum okkar stuðlar að því. Ert þú með góða skógarhugmynd?
Umsóknarfrestur til 1. apríl 2025
Með umsókn þarf að fylgja:
- Ítarleg lýsing á verkefninu í texta, myndum, skissum og teikningum.
- Verk- og tímaáætlun verkefnis.
- Gróf kostnaðaráætlun: Meðal annars efniskostnaður og laun.
- Ferilskrá allra umsækjenda með fullu nafni, kennitölu og heimilisfangi.
- Umsókn sendist á: gongugotur@reykjavik.is.
- Merkja þarf í fyrirsögn: Umsókn um Torg í biðstöðu 2025
Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2025