Breyting á deiliskipulagi vegna Borgarlínu við HR

Nú er í auglýsingu breyting á deiliskipulagi vegna Borgarlínu og frekari uppbyggingar við Háskólann í Reykjavík. Markmiðið er að koma innviðum Borgarlínu fyrir í almannarýminu í sem mestri sátt við nærumhverfi sitt.
Markmið skipulagsins við HR
- Móta byggð og samgöngumál út frá nýrri legu Borgarlínu.
- Lega Borgarlínu er skilgreind auk nýrrar biðstöðvar við torg vestan skólabyggingarinnar.
- Tryggja flæði Borgarlínu og hlutverk hennar sem megin samgöngumáta á svæðinu.
- Endurskilgreina byggingarheimildir við Háskólann í Reykjavík.
- Styrkja svæðið sem öflugan kjarna fyrir háskólastofnanir og tengd þekkingar- og rannsóknarfyrirtæki.
- Lóðum vestan við Menntasveig er fækkað og verða þrjár.
- Byggingarlist og umhverfi í háum gæðaflokki.
- Rúmir skipulagsskilmálar á svæði HR.
Deiliskipulag Borgarlínu í Reykjavík er skipt niður í nokkra hluta þar sem leiðin liggur um mörg ólík svæði, hverfi og ólíkar deiliskipulagsáætlanir. Fyrsta lota Borgarlínu nær í Reykjavík frá Ártúni að Fossvogsbrú. Nú þegar er búið að samþykkja nokkrar deiliskipulagsáætlanir þar sem gert er ráð fyrir Borgarlínu.
Heildarmyndin er lögð fram í rammahluta Aðalskipulags Reykjavíkur og heildaráhrif hafa verið kynnt í umhverfismati.
Almennur tilgangur deiliskipulags Borgarlínu
- Staðsetja sérrými og aðstöðu fyrir Borgarlínu.
- Staðsetja biðstöðvar, aðkomusvæði og nærumhverfi þeirra.
- Staðsetja hjólastíga meðfram sérrými Borgarlínu.
- Staðsetja svigrúm fyrir gróður, safnrásir regnvatns og götugögn.
- Bæta aðkomu hjólandi og gangandi vegfarenda.
- Huga að viðeigandi aðlögun borgarrýmisins.
- Setja fram megin hönnunarreglur.
- Samræma deiliskipulag við hönnun Borgarlínu.
Opið fyrir athugasemdir
Opið er fyrir athugasemdir til 23. júlí. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið nánar í skipulagsgáttinni. Einnig er hægt að skoða meðfylgjandi upptöku af kynningu á deiliskipulagstillögunni.