Austurstræti opnað formlega sem göngugata

Við opnunina.

Austurstræti, frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi, var formlega opnað sem göngugata í gær í fallegu veðri.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis og skipulagsráðs ásamt leikskólabörnum í leikskólanum Tjarnarborg vígðu göngugötuna formlega áður en gengið var af stað og fengið sér kakó og smákökur.

Nú er samfellt göngugötusvæði frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Breytingin er í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt var árið 2020. 

Þrátt fyrir breytinguna verður opið fyrir vörulosun milli sjö og ellefu á virkum dögum og átta og ellefu um helgar. Fólk með stæðiskort hreyfihamlaðra er undanþegið banni við akstri á götunum auk þess sem lögregla, sjúkralið og slökkvilið hafa þar óskertan aðgang.