![Snjókoma](/sites/default/files/styles/landscape_small/public/2023-12/23022201_oskudags_267_small.jpg?h=34e43602&itok=qQ2bK_D0)
Töluverð snjókoma var í Reykjavík annan í jólum. Sennilega var um 20-25 sentimetra jafnfallinn snjór í borginni. Snjómokstur gekk snurðulaust fyrir sig og var greiðfært bæði á götum og stígum. Kallað var út í snjómokstur á húsagötum strax í gærkvöldi og var lokið við meginhluta þeirra í morgun, 27. desember.
Snjóruðningur hófst aftur í morgunsárið og verður lokið við mokstur í húsagötum í dag og haldið áfram þegar bílum fækkar og hægt verður að snyrta og losa skafla sem myndast hafa.
Áfram er mikilvægt fyrir ökumenn að fara varlega og keyra í samræmi við aðstæður en saltað er á öllum meginleiðum, götum og stígum.