Lumar þú á góðri hugmynd að nafni?

Skóli og frístund Velferð

Leit stendur nú yfir að nafni eða nöfnum á fjórar miðstöðvar í hverfum borgarinnar þar sem fram fer margþætt velferðar, skóla- og frístundaþjónusta.

Leit stendur nú yfir að nafni eða nöfnum á fjórar miðstöðvar í hverfum borgarinnar þar sem fram fer margþætt velferðar, skóla- og frístundaþjónusta. Hugmyndaríkir borgarbúar og aðrir eru hvattir til þess að leggja höfuðið í bleyti og skila inn tillögum hér.

Hugmyndaríkir borgarbúar og aðrir eru hvattir til þess að leggja höfuðið í bleyti og skila inn tillögum. Hægt er að senda inn hugmyndir fyrir eina miðstöð, allar fjórar eða heiti fyrir allar stöðvarnar og þjónustuna sem heild. Allar hugmyndir eru góðar og vel þegnar!

Í miðstöðvunum fjórum verður unnið að verkefninu Betri borg fyrir börn en það miðar að því að þétta og stórauka samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs borgarinnar í anda nýrra farsældarlaga. Markmiðið er að færa alla þjónustu nær notendum og samhæfa hana svo hún nýtist börnum og fjölskyldum þeirra sem allra best. 

Miðstöðvarnar fjórar eru á eftirfarandi stöðum: 

  • Í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum
  • Í Laugardal og Háaleiti
  • Í Breiðholti
  • Í Árbæ og Grafarholti / Grafarvogi og Kjalarnesi 

Þær tvær síðastnefndu voru nýverið sameinaðar og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir þær. Áhugasamir geta lesið meira um það hér.  

Til þessa hafa miðstöðvarnar kallast þjónustumiðstöðvar en nú þegar hlutverk þeirra hefur breyst með aukinni nærþjónustu og samstarf velferðarsviðs við skóla- og frístundasvið eykst til muna, þykir ástæða til að endurnefna þær í ljósi nýrra markmiða.