Myndbönd af kjörstöðum og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir kjördag

Kosningar

""

Kosið verður til Alþingis nú á laugardaginn, 25. september. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík, þar af fimm nýjum. Hér fyrir neðan er að finna myndbönd af kjörstöðum borgarinnar.

Kjörstaðir í Reykjavík, sem sjá má á korti Google Earth hér að ofan, verða opnir frá kl. 9-22 á laugardaginn og á vef Reykjavíkurborgar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Þar er til dæmis hægt að slá inn heimilisfang í leitarglugga til að finna sinn kjörstað og skoða á korti tillögu að gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má nálgast upplýsingar um kosningar í Reykjavík í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is.

Þar sem kjörstöðum hefur fjölgað eru kjósendur hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Í mörgum tilfellum hefur kjörstaðurinn færst nær heimilinu, sem er í samræmi við stefnu borgarinnar um að bæta aðgengi að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna.

Vakin er athygli á að Landskjörsstjórn hefur breytt kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti, sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla, kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en ekki norður eins og áður. Kjörstaður breytist þó ekki.

Að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður streymi frá talningunni á vef borgarinnar.

Aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni og Smáralind, Kópavogi og er opið kl. 9-22 alla daga.

 

Kjörstaðir Reykjavíkurkjördæmanna:

Reykjavíkurkjördæmi norður

Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Borgaskóli, 5 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Dalskóli, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Foldaskóli, 6 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Höfðatorg, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Ingunnarskóli norður, 1 kjördeild

Upplýsingamyndband

Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Klébergsskóli, 1 kjördeild

Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Menntaskólinn við Sund, 5 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Ráðhús, 9 kjördeildir

Rimaskóli, 3 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband



Reykjavíkurkjördæmi suður

Árbæjarskóli, 6 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Borgarbókasafnið í Kringlunni, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Breiðagerðisskóli, 7 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Frostaskjól, 4 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Hagaskóli, 5 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Hlíðaskóli, 4 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Ingunnarskóli suður, 3 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 6 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Norðlingaskóli, 2 kjördeildir

Upplýsingamyndband

Ölduselsskóli, 6 kjördeildir

Upplýsingamyndband