Svifryksmælingar í Reykjavík fyrsta dag ársins 2019

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

""

Fyrstu klukkustundir nýársdags einkenndust m.a. af svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Nýársdagur var yfir heilsuverndarmörkum samkvæmt mælistöðvum Grensásveg og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í Reykjavík var styrkur fyrstu tveggja stunda ársins og meðaltal fyrsta dag ársins í eftirfarandi mælistöðvum í Reykjavík eftirfarandi.

Grensás: 985 fyrsta klst., sólarhringur 59 míkrógrömm á rúmmetra

FHG: 423 fyrsta klst, 440 önnur klst. sólarhringur 61 míkrógrömm á rúmmetra 

Farstöð I Njörvasund: 79 fyrsta klst, 24 önnur klst. sólarhringur 10 míkrógrömm á rúmmetra

Farstöð II Egilshöll: 166 fyrsta klst, 78 önnur klst., sólarhringur 31 míkrógrömm á rúmmetra.

 

Styrkur svifryks fyrstu klukkustundina árið 2019 var 985 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Fyrstu klukkustundina árið 2018 var hann 1.457, 2017 var hann 1.451, 2016 var styrkurinn 363, 2015 var hann 215, 2014 var hann 245, 2013 var hann 475, árið 2012 var hann 1.014, árið 2011 var hann 284, og 2010 var hann 1.575.

Í loftgæðafarstöð sem staðsett er við Njörvasund var meðaltalsstyrkur svifryks 79  míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina, í loftgæðafarstöð við Egilshöll  var hann 166 og í stöð  í Fjölskyldu og húsdýragarðinum 423.

Meðaltalsstyrkurinn á Grensás á nýársdag var 74 míkrógrömm á rúmmetra og fór styrkur svifryks því yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk var einnig yfir sólarhringsmörkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Við Grensásveg fór styrkur svifryks fór 16 sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk árið 2018 miðað við óyfirfarin gögn.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á loftgæði.is 

Magn flugelda á milli ára

Nokkuð minna af flugeldum var flutt inn til landsins árið 2018 en árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Í fyrra voru flutt inn 532 tonn en 578 tonn árið á undan. Árið 2016 voru flutt inn 662 tonn. Rétt er þó að geta þess að leyfilegt var að selja flugelda núna sem ekki seldust árið 2017.