Sorphirða um jól og áramót

Umhverfi

""

Búist er við að hirða heimilisúrgangs gangi vel um jól og áramót en á þessum tíma ársins fylgir oft aukið álag bæði vegna neyslu og veðurs. 

Starfsfólk sorphirðunnar verður að störfum yfir hátíðina. Unnið verður bæði helgina fyrir jól og helgina milli hátíða. Þá verður unnið laugardaginn 5. janúar ef á þarf að halda. Íbúum er bent á að skoða hirðudagatal á vef borgarinnar til að fá upplýsingar um hirðu í sínu hverfi.

Magn úrgangs eykst í kringum hátíðirnar. Hægt er að kaupa sérmerkta poka undir aukaúrgang sem eru seldir fimm saman á rúllu og hægt að kaupa hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Einnig er hægt að fara með úrgang á grenndar- eða endurvinnslustöðvar ef úrgangur rúmast ekki ílátum við heimili. Opið verður á endurvinnslustöðvum SORPU á milli hátíða, frá og með 27. til 30. desember.

Hvað fer hvert í flokkun?

Gott er að kynna sér flokkun úrgangs fyrir hátíðarnar. Jólagjafapappír, jólakort og pakkaumbúðir úr pappírsefnum eru t.d. flokkuð með pappír og pappa. Stjörnuljós er flokkað undir málm. 

Mikilvægt er að allir leggist á eitt og íbúar hreinsi sjálfir upp leifar af skoteldum í sínu nánasta umhverfi. Mælst er til þess að fólk skili leifum sem safnast saman á endurvinnslustöðvar SORPU. en setji ekki í tunnur við heimili. Jólatré eru flokkuð með trjágreinum og Reykvíkingar fara með þau sjálfir á endurvinnslustöðvar SORPU.

Sorphirðudagatal

http://www.sorpa.is/