Vel heppnað Breiðholtsþing

Samgöngur Velferð

""
Breiðholtsþing 2016 var haldið í Gerðubergi miðvikudagskvöldið 6. apríl. Á þriðja tug gesta mætti á þingið, en þar var hægt að eiga milliliðalaust samtal við stjórnendur á Umhverfis- og skipulagssviði um framkvæmdir og umhirðu í Breiðholti árið 2016. Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds, og Einar Guðmannsson deildarstjóri austursvæðis, héldu kynningar og tóku við fyrirspurnum úr sal í framhaldinu. Þá kynntu forkólfar og róttæklingar úr Seljagarði starfsemina þar, en hún snýst um sjálfbæra matarræktun öflugra sjálfboðaliða. 
 
Hverfisráð Breiðholts hélt þingið í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Fundarstjóri var Nichole Leigh Mosty formaður hverfisráðs.