Þjónustumiðstöð Breiðholts

  • Þjónustumiðstöð Breiðholts

Opnunartími:

Opið alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00.

Almennt um þjónustumiðstöðina

Í Þjónustumiðstöð Breiðholts er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er hægt að sækja um ýmiss konar þjónustu svo sem fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur og heimaþjónustu. Í þjónustumiðstöðinni er einnig veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræði- og kennsluráðgjöf vegna leik- og grunnskólabarna og margt fleira. 

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina í s. 411 1300 eða senda tölvupóst.

Markmiðið með þjónustumiðstöðvum borgarinnar er að gera þjónustu aðgengilegri fyrir íbúa og efla þverfaglegt samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna og auka þannig lífsgæðin í höfuðborginni. Jafnframt leggja þjónustumiðstöðvarnar mikla áherslu á að styrkja hvers kyns hverfastarf í samvinnu við íbúa, félagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka.

Hverfisstjóri Breiðholts er Óskar Dýrmundur Ólafsson og gegnir hann jafnframt framkvæmdastjórastöðu Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 3 =