Ágætt samráð vegna deiliskipulags um RÚV reit var viðhaft eins og vera ber. Frestur til að skila athugasemdum rennur út föstudaginn 24. júní.
Deiliskipulag fyrir lóðir við Efstaleiti á – RÚV lóð eru nú í formlegu auglýsingaferli hjá Reykjavíkurborg. Opnað var fyrir ábendingar og athugasemdir við tillöguna 13. maí og lýkur því ferli föstudaginn 24. júní. Skila skal athugasemdum skriflega til umhverfis - og skipulagssviðs og berist til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is.
Opinn kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir RÚV-reitinn var haldinn þriðjudaginn 16. febrúar á Markúsartorgi í RÚV, Efstaleiti 1 og var hann vel sóttur. Á fundinum var farið yfir drög aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsbreytingarinnar, umferðagreiningu og -talning, þá var farið yfir yfirbragð byggðarinnar, bílastæðamál og skuggavarp – svo eitthvað sé nefnt. Allar upplýsingar tillöguna fá finna í kynningargögnum.
Þann 15. júní sl. birtist aðsend grein í Fréttablaðinu, þar sem fjallað er um skort á samráði við umhverfið og að enginn fundur hafi verið haldinn um málið. Ekki er rétt að tala um skort á samráði því fundur var haldinn eins og fram hefur komið hér að ofan og eru öll gögn ásamt fundargerð aðgengileg á vef Reykjarvíkurborgarar. Verkefnið fékk einnig kynningu í fundarröð hverfisskipulags Reykjavíkur og voru fundirnir haldnir 31. maí og 1. júní.
Tenglar
Netfang fyrir athugasemdir skipulag@reykjavik.is