Vel sóttur kynningarfundur um RÚV-reitinn

Skipulagsmál

""
Opinn kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir RÚV-reitinn var haldinn þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17 á Markúsartorgi í RÚV, Efstaleiti 1. 
Á dagskrá fundar var breyting á aðalskipulagi á RÚV-reit. Kynnt voru drög að breytingu á aðalskipulagi sem felast í fjölgun íbúða á svæðinu (þróunarsvæði nr. 58, miðsvæði 21).

Nýtt deiliskipulag fyrir RÚV-reit 

Kynnt voru drög að nýju deiliskipulagi sem felast í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar í nýju aðalskipulagi. Tillagan var unnin í kjölfar hugmyndasamkeppni um deiliskipulag lóðar RÚV sem efnt var til í lok janúar 2015. Arkitektastofan Arkþing varð hlutskörpust í keppninni sem fór fram að loknu forvali. Ætlunin er að endurskoða uppbyggingarmöguleika á lóð RÚV við Efstaleiti og samliggjandi lóðum innan reitsins með þéttingu og gæði byggðar að leiðarljósi.

Hér eru kynningar og fundargerð af fundinum. 
 
Tengill