Næg afþreying um páskana

Menning og listir Mannlíf

""

Enginn þarf að láta sér leiðast um páskana því þó svo að víða sé lokað á föstudaginn langa og páskadag verður hægt að skella sér í sund, á skíði eða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt.

 

Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum má nálgast upplýsingar um opnunartíma á heimasíðu www.mu.is.

Ef sundferð er á dagskránni þá er upplagt að athuga með afgreiðslutíma sundlauganna. 

Opnunartíma skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli má nálgast á www.skidasvaedin.is.

Allflest veitingahús í miðborginni eru með opið, en rétt er að hringja áður og kanna með opnunartíma áður en af stað er haldið.

Nálgast má helstu opnunartíma í borginni og víðar á heimasíðu visitreykjavik.is (enska).



Einnig minnum við á viðburðadagatal Reykjavíkurborgar þar sem ýmislegt er að gerast í borginni um páskana: www.reykjavik.is/vidburdir.

 

Gleðilega páska.