Umferðaröryggisaðgerðir 2023

Umferðaröryggisaðgerðir víðsvegar um borgina.
nóvember 2023 til október 2024
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Verkstaðir - Stakar teikningar

Hvað verður gert?

Miðað er við að byrjað verði á:

  • Norðlingabraut
  • Sóltúni 
  • Hofsvallagötu
  • Hjarðarhaga
  • Arnarbakka 
  • Borgavegur

Hvernig gengur?

Nóvember 2024

Verkáætlun – framvinda næstu vikur: 

Verktaki hefur lokið allri malbikunarvinnu við hraðahindranir.

Verktaki hefur lokið við þökulögn Skipholtsmegin.

Kantsteinalögn er lokið að öðru leyti en því að eftir er að fylla upp í tvær niðurtektir sem eiga að afleggjast. 

Verktaki mun láta þökuleggja Bólstaðarhlíðar megin, hann mun steypa upp í gangstéttar þar sem ljósastaurar voru teknir upp og þar sem óskað hefur verið eftir.

Byrjað er á gönguleið við Súðarvog. (Aukaverk)

September 2024

Verkáætlun – framvinda næstu vikur: 

Bústaðarvegur: Verki er lokið fyrir utan götumálun.

Hofsvallagata: Verktaki hefur lokið frágangi á Hofsvallagötu. 

Skipholt/Bólstaðahlíð: Verktaki mun vinna að verkinu við Bólstaðahlíð og stefnir að því að ljúka því í september og verktaki mun opna fyrir umferð í báðar áttir um Skipholt fyrir helgi 

Næst verður farið í gönguleið við Súðarvog.

Ágúst 2024

Verkáætlun – framvinda næstu vikur: 

Bústaðarvegur: Verki að mestu lokið.  Einungis er eftir að helluleggja í miðeyju.

Hofsvallagata: Verktaki hefur lokið frágangi á Hofsvallagötu að undanskilinni vinnu við yfirborðsmerkingar. 

Skipholt/Bólstaðahlíð: Undirbúningsvinna er byrjuð. Merkingar verða uppfærðar í vikunni. 

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Reykjavíkurborg og Veitur ohf

Verkefnisstjóri framkvæmdar

Ásgeir M. Rudolfsson

Eftirlit - VBV verkfræðistofa ehf

Gautur Þorsteinsson

Verktaki

Krafla ehf
Síðast uppfært 07.11.2024