No translated content text
Umferðaröryggisaðgerðir 2023
Verkstaðir - Stakar teikningar
Hvað verður gert?
Miðað er við að byrjað verði á:
- Norðlingabraut
- Sóltúni
- Hofsvallagötu
- Hjarðarhaga
- Arnarbakka
- Borgavegur
Hvernig gengur?
Nóvember 2024
Verkáætlun – framvinda næstu vikur:
Verktaki hefur lokið allri malbikunarvinnu við hraðahindranir.
Verktaki hefur lokið við þökulögn Skipholtsmegin.
Kantsteinalögn er lokið að öðru leyti en því að eftir er að fylla upp í tvær niðurtektir sem eiga að afleggjast.
Verktaki mun láta þökuleggja Bólstaðarhlíðar megin, hann mun steypa upp í gangstéttar þar sem ljósastaurar voru teknir upp og þar sem óskað hefur verið eftir.
Byrjað er á gönguleið við Súðarvog. (Aukaverk)
September 2024
Verkáætlun – framvinda næstu vikur:
Bústaðarvegur: Verki er lokið fyrir utan götumálun.
Hofsvallagata: Verktaki hefur lokið frágangi á Hofsvallagötu.
Skipholt/Bólstaðahlíð: Verktaki mun vinna að verkinu við Bólstaðahlíð og stefnir að því að ljúka því í september og verktaki mun opna fyrir umferð í báðar áttir um Skipholt fyrir helgi
Næst verður farið í gönguleið við Súðarvog.
Ágúst 2024
Verkáætlun – framvinda næstu vikur:
Bústaðarvegur: Verki að mestu lokið. Einungis er eftir að helluleggja í miðeyju.
Hofsvallagata: Verktaki hefur lokið frágangi á Hofsvallagötu að undanskilinni vinnu við yfirborðsmerkingar.
Skipholt/Bólstaðahlíð: Undirbúningsvinna er byrjuð. Merkingar verða uppfærðar í vikunni.
Júlí 2024
Verkáætlun – framvinda næstu vikur:
Þegar kantsteinn er kominn við Hofsvallagötu verður stéttin steypt í framhaldi.
Röð verka í framhaldinu verður: Bólstaðarhlíð og Bústaðavegur og aukaverk Vogum.
Maí 2024
Verktaki hefur að mestu lokið við vinnu við handrið á Miklubraut og hefur lokið vinnu við Jaðarsel. Verktaki hefur lokið vinnu við Norðurhóla og Krummahóla að mestu leyti og einungis er eftir að ganga frá gangstéttarköntum. Verktaki hefur lokið vinnu við Víkurveg. Verktaki undirbýr vinnu við Hofsvallagötu.
April 2024
Verkáætlun – framvinda næstu vikur:
Verktaki mun vinna í Krummahólum og Norðurhólum og ljúka við vinnu þar. Verktaki mun vinna við handrið á Miklubraut. Verktaki stefnir að byrja vinnu við Jaðarsel.
Mars 2024
Verktaki hefur lokið vinnu við Víkurveg og Borgaveg. Búið er að malbika stíga í Víkurvegi, einungis eftir að saga út malbik og tyrfa. Verktaki hyggst setja þökur á Víkurveg við tækifæri. Í Borgavegi er búið er að helluleggja í umferðareyju. Eftir er að mála línur í kringum hraðarhindrunarkoddann
Verktaki er að vinna í Norðurhólum. Búið er að leggja jarðstreng og koma fyrir tengiskáp götulýsingar. Verið er að helluleggja gönguþverunina.
Verktaki mun fara að vinna við Krummahóla strax á eftir Norðurhólum
Febrúar 2024
Framkvæmdum við Sóltún, Krókavað, Arnarbakka, Norðlingaholti og Hjarðarhaga er lokið. Framkvæmdum við Jaðarsel er frestað fram á vor. Verktaki er að vinna í Víkurvegi og Borgavegi.