Ölduselsskóli - Viðgerðir vegna innivistar
Ölduselsskóli myndir
Hvað verður gert?
Viðgerðirnar snúast um að fjarlægja rakaskemmt byggingarefni í nokkrum rýmum Ölduselsskóla. Jafnframt verða grunnlagnir endurnýjaðar. Rýmin sem lagfærð verða eru unglingadeild, félagsmiðstöðin og kaffistofa starfsfólks. Nemendum unglindadeildar hefur verið komið fyrir í Seljakirkju á meðan framkvæmdir fara fram en þær munu bæta innivist þessara rýma. Til að trufla skólastarf sem minnst þá eru hávaðasamir verkþættir unnir eftir skólalok.
Hvernig gengur?
Janúar 2026
Frá því að framkvæmdir hófust hefur áhersla verið lögð á að koma húsakynnum frístundar í lag svo starfsemi gæti hafist þar að nýju. Þann 2. janúar 2026 lauk framkvæmdum þar og húsið var afhent frístundahlutanum við mikla ánægju starfsmanna og er starfsemi hafin þar.
Vinna heldur áfram í kaffiaðstöðu starfsfólks og er reiknað með að henni ljúki á næstu vikum. Hönnun til að auka loftgæði í kaffistofunni stendur yfir auk þess sem framkvæmdir á öðrum hlutum hennar standa yfir.
Endurnýjun á stofum 18 og 19, sem eru nærri kaffistofunni og frístundinni, er langt komin.
Ráðist verður í frekari framkvæmdir og heildarendurnýjun skólans í framhaldinu.
Október 2025
Í kjölfar skoðunar á hluta skólabyggingar var þeim hluta skólans lokað í sumar eftir að úttekt leiddi í ljós rakaskemmdir .
Í kjölfarið var gerð heildarúttekt á ástandi skólans og leiddi sú úttekt í ljós að þörf er á töluverðrum úrbótum á flestum hlutum skólabyggingarinnar.
September 2025
Framkvæmdir hófust fyrri part sumars. Núna er verið að vinna í niðurrifi ákveðinna svæða og byggingahluta innanhúss. Framundan er að byrja á greftri fyrir utan til að endurnýja drenlagnir.