No translated content text
Leikskólinn Tjarnarborg, endurgerð lóðar
Tjarnarborg, endurgerð lóðar - myndir
Hvað verður gert?
Um er að ræða lagfæringu / styrkingu á viðkomandi svæði. Aðgengi fyrir alla, leiktæki, yfirborðsefni og svæði fyrir hugmyndaleiki barna verður bætt. Helstu verkliðir eru jarðvinna, landmótun, hellulögn, frágangur gras- og gróðursvæða og frágangur kringum leiktæki.
Hvernig gengur?
Desember
Lýsing fer upp eftir langa bið eftir lömpum. Verki lokið.
Nóvember
Unnið í lokafrágangi á lóð. Lóðin var tekin í notkun síðari hluta nóvembermánaðar.
Október
Mynd er komin á lóðina. verið er að vinna í uppsetningu leiktækja og lagningu á gervigrasi á aðalleiksvæði sem og yngribarnaleiksvæði ásamt grindverki og ruslageymslusvæði efst á lóðinni.
September
Unnið við hellulögn og annan yfirborðsfrágang. Uppsetningu ljósastaura og ýmsu öðru. Tafir hafa orðið á verkinu, upphafleg verklok voru um miðjan ágúst. Ný verklokadagsetning eru í lok miðjan nóvember.
Júli og ágúst
Verktaki enn í jarðvegsvinnu, jarðvegsskiptum, landmótun og lagnavinnu.
Maí og júní
Verktaki setur upp vinnuaðstöðu og leggur vinnuveg.
Bráðabirgðaleiksvæði fyrir leikskólann við hlið leikskólans
innan Hljómskálagarðs. Upprif og jarðvinna hefst.
Hver koma að verkinu?
Eftirlit
(tók við af fyrri eftirlitsmanni Fannari Geirssyni, en nafn hans er á upplýsingaskilti á verkstað).