Grenndargámar við Vesturbæjarlaug

Verkefnið felst í djúpgámastöð við Vesturbæjarlaug. Verktaki hefur hafið framkvæmdir.
Apríl 2025 - Desember 2025
Undirbúningur
Undirbúningur
Í framkvæmd
Í framkvæmd
Lokið
Lokið

Deiliskipulagsuppdráttur

Hvað verður gert?

USK setur upp djúpgámastöð við Vesturbæjarlaug. Hönnunin verður í samræmi við Deiliskipulagsuppdrátt. Haft verður í huga eftirfarandi atriði við hönnun vegna aðgengismála: 1. Að það sé hindranalaust yfirborð frá djúpgámi og að göngustíg/götu. 2. Engir kantar, þrep eða annað slíkt skal vera til staðar. Hæðamunur á að vera jafnaður út á stóru svæði. 3. Huga þarf að lýsingu, ef hún er ekki á svæðinu.

Verkefnið er komið á framkvæmdastig

Hvernig gengur?

Nóvember 2025

Stefnt er á að verkið hefjist að morgni  þann 12. nóvember.  Undir tengt efni hér neðst á síðunni er lokunarplan fyrir framkvæmdina, opið verður að hleðslustöðvum 

Október 2025

Verktaki hefur hafið framkvæmdir 

September 2025

Verkið er í byrjunarfasa og framkvæmdir eru að hefjast á næstu vikum

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

USK Reykjavíkurborg

Verkefnisstjóri verkkaupa

Ásgeir M Rudolfsson
Verkefnisstjóri USK

Eftirlit framkvæmda

Þór Gunnarsson
Hnit verkfræðistofa

Verktaki

Gleipnir verktakar ehf
Síðast uppfært 10.11.2025