Grandaborg - endurgerð
Aðaluppdrættir
Hvað verður gert?
Framkvæmdin felst í niðurrifi innanhús ásamt endurgerð innanhús.
Frágangur að innan felst í endurskipulagningu á grunnplani, uppsetningu inniveggja, hurða, loftklæðningar, innréttinga og loftræsingu ásamt öðrum húskerfum.
Reykjavíkurborg hyggst fá umhverfisvottun samkvæmt Svaninum fyrir endurbætur bygginga.
Hvernig gengur?
Júlí 2024
Verktaki hefur steypt plötu og hluta af veggjum í skriðkjallara
Pípulagningamaður hefur rifið út lagnir og langt kominn með uppsetningu lagna í skriðkjallara
Rafverktaki er að smíða rafmagnstöflu á verkstæði.
Rafverktaki er að leggja lagnir í eldri byggingu og að loftadósum og lögnum í viðbyggingu.
Verktaki er að reisa innveggi. Hann hefur lagt grind og einfaldað veggi.
Verktaki mun rífa glugga úr viðbyggingu.
Verktaki er að vinna í tæknirými í lofti eldri byggingar.
Verktaki er að undirbúa þak fyrir ísetningu loftræsisamstæðu.
Verktaki er að vinna í þaki og kvistum fyrir lostræsingu.
Verktaki hefur mokað og lokað inngöngum í skriðkjallara.
Júní 2024
Kjarnaborun fyrir lögnum í kjallara og loftum
Mygluþrif lokið
Steypt hefur verið plötur og veggi í skriðkjallara
Lagnir hafa verið fjarlægðar í skriðkjallara
Hafin er uppsetning á rafmagnsdósum
Undirbúningur fyrir uppsetningu veggja hafin
Loftræsisamstæður komnar í pöntun
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Unnið er við gröft fyrir inngang í skriðkjallara
Maí 2024
Undirbúningur og framkvæmd mygluþrifa lokið
Undirbúningur hófst fyrir aðkomu í skriðkjallara
Unnið að pípulögnum og við rafkerfi
Fræst hefur verið fyrir gólfhita og flotað yfir lagnir
Unnið er í þaki og kvistum fyrir loftræsingu
Apríl 2024
Aðstaða verktaka uppsett.
Vinna við niðurrif og förgun.
Unnið er við þak og kvisti fyrir loftræsingu.
Unnið er að greftri fyrir inngang í skriðkjallara.
Mars 2024
Útboðsferli lokið og undirbúningur á framkvæmd hefst.