Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Foreldrar geta fengið fræðslu, ráðgjöf og stuðning sem hefur það að markmiði að efla þá í uppeldishlutverkinu. Stuðningurinn fer fram á þeim vettvangi sem hentar hverju sinni, innan eða utan heimilis.   

Hvernig sæki ég um foreldrafræðslu?

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Fyrsta skrefið í að sækja um stuðningsþjónustu er að bóka símtal frá ráðgjafa.

Teikning af tveimur krökkum sem sitja á gólfi og lesa.

Hvað er í boði?

Stuðningur í formi foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar getur staðið yfir í lengri eða skemmri tíma. 

Þjónustan felur í sér í aðkomu starfsmanns sem veitir foreldrum ráðgjöf, fræðslu og beinan stuðning við uppeldishlutverkið og að halda heimili. Starfsmaðurinn starfar samkvæmt stuðningsáætlun sem unnin er í samvinnu ráðgjafa og foreldra og tekur mið af stuðningsþörf fjölskyldunnar.