Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfar á vegum borgarstjórnar skv. IX. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga með þeim hætti sem kveðið er á um í samþykkt þessari, samþykkt fyrir stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 og eftir því sem lög mæla fyrir um.

Endurskoðunarnefnd skal meðal annars hafa eftirfarandi verkefni án takmörkunar á ábyrgð borgarstjórnar, borgarráðs og stjórnenda:

  • Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  • Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits, innri endurskoðun og áhættustýringu.
  • Eftirlit með endurskoðun ársreiknings a-hluta og samstæðureiknings a- og b-hluta.
  • Mat á óhæði ytri endurskoðanda og eftirlit með öðrum störfum þeirra fyrir Reykjavíkurborg.
  • Setja fram tillögu til borgarstjórnar um val á ytri endurskoðendum og að ráðningu innri endurskoðanda.

Endurskoðunarnefnd er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír eru skipaðir af borgarstjórn og einn er skipaður af borgarstjórn á grundvelli tilnefningar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Varamenn eru þrír.

Borgarstjórn kýs formann, en nefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og borgarstjórnar.

Borgarráð kaus í endurskoðunarnefnd 23. ágúst 2018. Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Lárus Finnbogason.