Einstaklingsstuðningur

Börn á aldrinum 6 til 18 ára geta fengið persónulegan stuðning til að auka samfélagsþátttöku, takast á við áskoranir og styrkja sjálfsmynd sína. Stuðningurinn er sniðinn að þörfum og óskum barnsins með velferð þess að leiðarljósi og getur verið veittur innan og utan heimilis.

Hvernig sæki ég um einstaklingsstuðning? 

Einstaklingsstuðningur við börn er hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Fyrsta skrefið í að sækja um stuðningsþjónustu er að bóka símtal frá ráðgjafa.

Hvað er í boði?

Einstaklingsstuðningur getur staðið yfir í lengri eða skemmri tíma og felst í aðkomu starfsmanns sem hittir barnið reglulega. Starfsmaðurinn starfar samkvæmt stuðningsáætlun sem unnin er í samvinnu ráðgjafa, foreldra og barns eftir því sem þroski leyfir. 

Einstaklingsstuðningur felur meðal annars í sér samveru, félagsskap og stuðning við áhugamál og tómstundir.