Aðgengi í Dalslaug

Teikning af eldra fólki í sundleikfimi.

Upplýsingar um aðkomu, sérklefa, hjólastólaaðgengi, lyftur, aðstöðu við sundlaugar og potta.

Yfirlit

  • Sérklefi með sturtu og salerni
  • Lyfta ofan í laug
  • Hjólastólaaðgengi að laug
  • Hjólastólaaðgengi að eimbaði
  • Göngugrindur

Sérklefi

Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti trans fólki (og börnum), þar með talið kynsegin fólki, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Dalslaug með íslenskum texta

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Dalslaug með enskum texta

Myndskeið sem sýnir aðgengi að sérklefa í Dalslaug með pólskum texta