Viðauki við þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu – gátlisti
Samþykki
Fáðu samþykki hjá byggingarfulltrúa hvort hægt sé að gera viðauka við þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu.
Viðauki við þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu
Viðauki
- Staðfang (heiti og númer)
- Sveitarfélag
- Landeignanúmer
- Matshlutanúmer (byggingu á að jafnaði að skrá sem einn matshluta)
Þinglýsingarnúmer eignaskiptayfirlýsingar sem viðaukinn er við.
Af hverju er viðaukinn gerður?
Ef verið er að breyta eignarhaldi rýma þarf að láta þinglýsa afsali líka.
Staðfesting
Nafn og kennitala höfundar.
Gerðu ráð fyrir eftirfarandi undirritunum, ef við á:
- Undirritun þinglýstra eiganda og kaupsamningshafa
- Undirritun vegna heildarhúss
- Undirritun byggingarfulltrúa
- Undirritun húsfélags
Fylgiskjöl
- Samþykktir aðaluppdrættir (áritaðir/stimplaðir ásamt samþykktri skráningartöflu) (samantektarblað úr töflu)
- Hlutfallstölur úr vinnublaðinu hlutfallstölur, ef við á