Fyrsta eignaskiptayfirlýsing – gátlisti

Vertu viss um að eignaskiptayfirlýsingin þín innihaldi allt sem við á.

Forsíða og inngangur

Forsíða

Eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Staðfang (heiti og númer) 
  • Sveitarfélag 
  • Landeignanúmer 
  • Matshlutanúmer

Inngangur

Eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Þessi eignaskiptayfirlýsing er sú fyrsta sem gerð er fyrir eignirnar
  • Fjöldi eigna sem á að stofna ef verið er að fjölga fasteignum og úr hvaða upprunaeign þær eiga að stofnast ef fleiri en ein fasteign er á lóð
  • Heildarfjöldi eigna sem eignaskiptayfirlýsingin fjallar um

Grundvöllur

Nafn höfundar eignaskiptayfirlýsingar og kennitala með tilvísun í:

  • Lög um fjöleignarhús 26/1994 með síðari breytingum
  • Reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar og útreikning hlutfallstalna 910/2000
  • IST 50:1998
  • Skráningarreglur FMR og byggingarfulltrúa frá árinu 2005
  • Reglugerð um skráningu staðfanga 577/2017
  • Lög um skráningu og mat fasteigna 6/2001   
  • Samþykktar aðalteikningar sem yfirlýsing byggir á
  • Þinglýstar heimildir, réttindi og kvaðir

Blaðsíðufjöldi yfirlýsingar. 
Blaðsíðufjöldi fylgiskjala ásamt skýringum á þeim.

Frávik

Ef frávik eru frá samþykktum aðaluppdráttum og/eða samþykktri skráningartöflu þá þarf í samráði við byggingarfulltrúa að gera frávikskafla í eignaskiptayfirlýsingu auk teikningar sem gerir grein fyrir frávikum.

Lóð

Eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Eignarform lóðar
  • Gildistími lóðarleigusamnings ef lóð er leigulóð með tilvísan í þinglýsingarnúmer
  • Notkun og stærð lóðar. Gerðu grein fyrir hlutdeild allra matshluta í lóð ef fleiri en einn. Tilgreindu tengsl milli matshluta á lóð og hugsanlega á öðrum lóðum
  • Fjöldi bílastæða á lóð og eignarhald (sbr. bílastæði fyrir framan bílskúr)
  • Sérstök réttindi/kvaðir, ákvæði skipulagsskilmála og lóðarhluta t.d. undir verandir ef eigendur hafa komist að samkomulagi um slíkt

Byggingarréttur

Byggingarréttur

Eftirfarandi þarf að koma fram:

Byggingaréttur, ef hann er til staðar, skv. 28. gr. laga um fjöleignarhús.   

Ef byggingarréttur er á lóð sem á að fá fasteignanúmer, þá þarftu að hafa áætlaða/þekkta hlutdeild í lóð vegna hans og geta hans í lýsingu eigna á sama hátt og gert er við aðrar eignir.

Lýsing byggingar

Lýsing matshluta

Eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Notkun matshluta
  • Aðalbyggingarefni
  • Fjöldi hæða og byggingarár samkvæmt heimildum
  • Heildarstærð
  • Birt flatarmál og brúttórúmmál matshluta skv. skráningartöflu

Lýsing á sameign sumra

Lýstu sameign sumra, rými og búnaði og hvaða eignarhlutum sameignin tilheyrir; sérstökum réttindum/skyldum.

Lýsing á sameign allra

Lýstu sameign allra, rými og búnaði; sérstökum réttindum/skyldum.

Orkumæling

Lýsing hitakostnaðar

Lýstu skiptingu hitakostnaðar.

Taktu fram:

  • Fjölda hitaveitumæla, staðsetningu og inntak í húsi.
  • Fjölda kaldavatnsmæla ef um slíkt er að ræða, staðsetningu þeirra og inntak í húsi.
  • Skiptingu kostnaðar vegna séreigna og sameigna ef mælir er sameiginlegur. Hafðu hlutfallstölublað úr skráningartöflu sem fylgiskjal.

Lýsing rafmagnskostnaðar

Taktu fram:

  • Fjölda rafmagnsmæla, staðsetningu þeirra og inntak í húsi.
  • Áætlaða rafmagnsnotkun ef þess þarf. Lýstu skiptingu kostnaðar vegna sameignar og kostnaðar milli eigna ef um slíkt er að ræða.

Kvaðir

Ef kvaðir eru á eignum eða í lóðarleigusamningi þá skal geta þess hér. 

Vísið í þinglýsingarnúmer skjalsins ef kvaðir eru þinglýstar

Lýsing séreigna

Lýstu séreign og notaðu vinnublaðið „lýsing“ úr skráningartöflunni þar sem kemur fram lýsing á séreign, fasteignanúmer og eignarhaldsnúmer eigna, birt heildarstærð og sundurliðaðar stærðir rýma, sem skilgreind eru sérstaklega í skráningartöflunni.

Taktu fram í lýsingunni staðfang eignarinnar ef eignin hefur sérinngang. Hægt er að fá upplýsingar um staðfang hjá byggingarfulltrúa.

Taktu fram í lýsingunni hlutfallstölur séreignarinnar í matshluta, heildarhúsi, lóð, hita og sameign sumra ef við á.

Staðfesting

Eftirfarandi þarf að koma fram:

Nafn og kennitala höfundar. 

Gerðu ráð fyrir eftirfarandi undirritunum, ef við á:

  • Undirritun þinglýstra eiganda og kaupsamningshafa
  • Undirritun vegna heildarhúss
  • Undirritun byggingarfulltrúa
  • Undirritun húsfélags

Fylgiskjöl

Eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Samþykktir aðaluppdrættir (áritaðir/stimplaðir ásamt samþykktri skráningartöflu (samantektarblað úr töflu)
  • Hlutfallstölur úr vinnublaðinu hlutfallstölur
  • Auðkenning rýma með rýmisnúmerum og litum (afmörkun rýma samkvæmt rýmum í skráningartöflu)
  • Fráviksteikning og/eða skráningartafla með frávikum (með samþykki byggingarfulltrúa)