Um Breiðholtslaug

Vígsludagur Breiðholtslaugar var 17. janúar 1981. Viðbyggingin var opnuð árið 1991. Stærð byggingarinnar eru rúmir 2.200 fermetrar.

Arkitektar

Guðmundur Þór Pálsson og Hallur Kristvinsson

Byggingameistari

Sveinbjörn Sigurðsson.

Byggingarár

Vígsludagur 17. janúar 1981. Viðbygging 1991.

Saga byggingarinnar

Hafist var handa við að byggja innilaugina í Breiðholtslaug árið 1976. Upphaflega var laugin byggð sem kennslulaug fyrir skólana í Breiðholti. Fyrstu tvö árin var eingöngu innilaugin starfrækt. Árið 1981 var aðallaugin tekin í notkun. Íbúar Breiðholts fengu takmarkaðan aðgang að lauginni fyrstu árin, og var hún í fyrstu nefnd Sundlaug Fjölbrautaskólans.

Stærð byggingar: 2.237 m2 670 m2
Stærð lóðar: 4.080 m2 200

Aðallaug

Lengd: 25 m, breidd: 12,5 m Mesta dýpi: 1,80 m Minnsta dýpi: 0,90 m
Flatarmál: 312,52 m2 Rúmmál: 503 m3 Hitastig: 29°C

Barnalaug inni

Lengd: 12,5 m, breidd: 8 m Mesta dýpi: 0,90 m Minnsta dýpi: 0,70 m
Flatarmál: 100 m2   Hitastig: 32°C

Barnalaug úti

Lengd: 12,5 m, breidd: 8 m Mesta dýpi: 0,90 m Minnsta dýpi: 0,70 m
Flatarmál: 100 m2   Hitastig: 32°C

Vaðlaug

Lengd: 3 m., breidd: 4 m Mesta dýpi: 0,40 m Minnsta dýpi: 0,30 m
Flatarmál: 12 m2   Hitastig: 35-37°C

Heitir pottar

Pottur 1 Hitastig: 38-40°C 4,5 m2 | 4,5 m3
Pottur 2 Hitastig: 41-44°C 4,5 m2 | 4,5 m3
Nuddpottur Hitastig: 39°C 9 m2 | 8,1 m3

Sauna

Sauna Kvenna: 12 m2 | Karla 12 m2

Eimbað

Eimbað Sameiginlegt fyrir karla og konur - 34 m2

Leiktæki

  • Tvær vatnsrennibrautir, hæð 6,30 m, lengd 25 og 30 metrar.
  • Í innilaug er leiktæki fyrir börn, meðal annars vatnsfötur sem hanga niður úr loftinu.
  • Wipe out braut í barnalaug úti þegar veður leyfir.
  • Leiktæki eru fyrir yngstu kynslóðina á bakka við vaðlaug.

Forstöðumenn frá upphafi

Hallgrímur Jónsson 1981-1997
Gunnar Hauksson 1997-2004
Gísli Jóhann Jensson 2004-2010
Sólveig Valgeirsdóttir 2011-2018
Hafliði Páll Guðjónsson 2019-