Þjónusta sem skiptir máli

Ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024

Borgarskjalasafn

Borgarskjalasafn lagt niður í núverandi mynd

Á fundi borgarstjórnar þann 7. mars 2023 var ákveðið að flytja verkefni og safnkost Borgarskjalasafns Reykjavíkur til Þjóðskjalasafns Íslands og leggja safnið niður í núverandi mynd.

Ljóst var strax í upphafi að verkefnið væri umfangsmikið og skynsamlegt væri að skipta því upp í áfanga. Unnin var tillaga að aðgerðaáætlun um tilfærslu safnkostsins og verkefnanna sem nær til 1. nóvember 2025.

Aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlunin tók til lykilþátta eins og afhendingar pappírsskjala og rafrænna gagna frá stofnunum Reykjavíkur, ráðgjafar og eftirlits með skjalastjórn, viðtöku einkaskjalasafna, afgreiðslu úr safnkosti safnsins og aðgengis að vef og stafrænum gögnum.

Mappa í glerkúpli.

Aðgengi að gögnum

Lagt var kapp á að tryggja að tilflutningurinn yrði sem skilvirkastur og hagkvæmastur án þess að það kæmi niður á þjónustu eða aðgengi að gögnum borgarinnar.  

Vefur safnsins, ásamt skjalaskrám sem þar eru birtar og stafræn endurgerð á skjölum, verður aðgengilegur á www.borgarskjalasafn.is til 1. nóvember 2025 en þá er áætlað að hann verði færður yfir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands.