No translated content text
Árskógar
Frístunda– og félagsstarf
Árskógar 4
109 Reykjavík
Opnunartími
Frístunda– og félagsstarfið Árskógum 4 er opið frá kl. 8:30–16:00 alla virka daga.
- Hádegismatur er frá klukkan 11:30–12:30 (matarpöntun þarf að berast fyrir klukkan 13:00 daginn áður)
- Síðdegiskaffi 14:45–15:30
Dagskrá
Öflug dagskrá er í félagsstarfinu, bæði fastir liðir og námskeið og viðburðir. Fésbókarsíða starfsins er ávallt með nýjustu upplýsingum en þar eru meðal annars auglýstir sérstakir dagskrárliðir svo sem bingó, tónleikar og aðrir viðburðir.
Þjónusta
Í Árskógum er rekið opið frístunda- og félagsstarf fullorðinna, átján ára og eldri, og eru öll velkomin. Komdu endilega í spjall til okkar eða hringdu ef þig langar að vita meira um starfið.
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið frístunda- og félagsstarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.
Í húsinu má nálgast eftirfarandi þjónustu:
- Baðþjónusta á vegum heimaþjónustu, upplýsingar í síma 411 9600
- Fótaaðgerðastofa Rósu - sími 862 7575
- Hársnyrtistofa Rebekku - sími 869 6998
Um frístunda– og félagsstarfið
Í félagsstarfinu fer fram fjölbreytt starfssemi með það að markmiði að höfða til sem flestra. Leiðbeinendur, sjálfboðaliðar og verktakar leiða öfluga dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum. Hægt er að kaupa hádegisverð og er bæði hægt að vera í fastri áskrift og/eða panta þegar hentar. Reikningur er sendur í heimabanka eftir hvern mánuð. Kaffisala er á vegum Hrafnistu Skógarbæ sem öllum er velkomið að sækja.
Félagsrýmið er með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiskonar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði.
Frjáls aðgangur er að opnum rýmum en þó þarf að athuga hvort rýmin séu laus því fastsettir tímar eru fyrir mismunandi tómstundir. Einnig er möguleiki á að lána húsnæðið til ýmisskonar námskeiða, hópa– og klúbbastarfs eftir opnunartíma.
Gestir hafa aðgang að tölvu og spjaldtölvu og hægt er að lesa nýjustu dagblöðin með kaffibollanum.
Starfsfólk tekur öllum hugmyndum fagnandi og það er tilbúið að vinna að þeim með þér svo ekki hika við að hafa samband viljir þú hafa frumkvæði að félags– og tómstundastarfi.
Strætó
Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 3 og 4.