Alþingisgarðurinn

Útivistarsvæði

Alþingisgarðurinn
101 Reykjavík

Alþingisgarðurinn í blóma

Um garðinn

Bak við Alþingishúsið er fallegur og friðsæll garður sem er að mestu umkringdur háum steinvegg. Garðurinn er því fremur falinn og fyrir vikið fásóttari en ella en hann hefur verið opinn fyrir almenning síðan 1950. Garðurinn er elsti íslenski almenningsgarðurinn sem hefur varðveist í upprunalegri mynd.

Grunnupplýsingar

Aldur: 1894

Samgöngur:

Bílastæði eru við Kirkjustræti, Pósthússtræti og Tjarnargötu. Gjaldskylda er virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16.
Strætóleiðir: 1-3-6-11-12-13-14. Stöðvar: Lækjartorg - MR - Ráðhúsið.
Þar er að finna: Listaverk - Garðyrkja - Bekkir - Sögustaður.

Saga

Skömmu eftir að smíði Alþingishússins lauk 1884 var ákveðið að gera garð í lóðinni sunnan við húsið að frumkvæði Árna Thorsteinssonar landfógeta.
Plöntur voru fengnar víða að, innan lands sem utan. Víðitegundin þingvíðir var flutt inn til landsins og er hún nefnd eftir garðinum.
Tryggvi Gunnarsson alþingismaður sinnti garðinum síðari hluta ævi sinnar og er brjóstmynd af Tryggva að finna í garðinum

Heimildir

Bragi Bergsson. 2012. Almenningsgarðar á Íslandi. Ritgerð til MA-prófs. Háskóli Íslands, Hugvísindasvið..
Ljósmynd: Bragi Bergsson.