Allegro Suzukitónlistarskóli

Tónlistarskóli

Langholtsvegur 109
104 Reykjavík

Ljósmynd af húsnæði Allegro Suzukitónlistarskólans

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Allegro Suzukitónlistarskólann á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Strákur leikur á þverflautu

Um Allegro Suzukitónlistarskóla

Allegro Suzukitónlistarskóli sinnir börnum á leikskóla- og grunnskólaaldri og kennt er eftir móðurmálsaðferð Shinichi Suzuki. Það þýðir að foreldrar taka virkan þátt í námi barnanna, mæta í tíma og æfa með þeim heima. 

Kennt er á fiðlu, píanó og víólu. Kennslan fer fram í vikulegum einkatímum og hálfsmánaðarlegum hóptímum. Best er að börnin byrji sem yngst, þriggja til fimm ára, þau læra fyrst eftir eyra, nótnalestur er kenndur síðar og sömuleiðis bætist við tónfræði og samspil.  

Skólinn er lítill og við leitumst við að skapa heimilislegt andrúmsloft og sinna hverjum einstaklingi vel, en gerum um leið kröfur um gæði. Áhersla er lögð á fallega tónmyndun og áreynslulausa tækni. Grunnur okkar hefur reynst vel, margir fyrrverandi nemendur Allegro eru virkir í tónlistarlífi landsmanna.

Lykill að góðum árangri með Suzuki aðferðinni er mikil hlustun á námsefnið, reglulegar æfingar og upprifjun ásamt jákvæðu og hvetjandi umhverfi!  Mottó okkar er "agi - árangur - ánægja"

Skólastjóri er Kristinn Örn Kristinsson