Ábyrgð og réttindi

Þú berð ábyrgð á þinni hegðun í þínu sambandi og í öllum samskiptum við annað fólk!

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að minna sig á í nánum samböndum.

Ég ber ábyrgð á að:

 • Virða manneskjuna, tilfinningar hennar og einkalíf
 • Hlusta
 • Sýna tillitssemi
 • Eiga opin og heiðarleg samskipti
 • Viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér

Ég hef rétt á að:

 • Vera í heilbrigðu sambandi
 • Sinna mínu einkalífi
 • Tjá tilfinningar mínar
 • Setja mörk
 • Segja nei
 • Finna öryggi í sambandinu
 • Komið sé fram við mig sem jafningja
 • Líða vel með sjálfa/n/t mig
 • Vera í eða hætta í sambandi