Torg í biðstöðu

Reykjavíkurborg vill vera skapandi, græn, fyrir fólk og allskonar. Þessi stefnumið kristallast í verkefninu Torg í biðstöðu sem ætlað er að virkja skapandi borgarbúa, hlúa að almenningsrýmum borgarinnar og breyta til.

 • Hlemmur er gott dæmi um biðsvæði
  Hlemmur
 • Breiðholt
 • Laugavegur
 • Hlemmur
 • Holt
 • Þórsgata
 • Breiðholt
 • Grjótaþorp
 • Bernhöftstorfan

Torg í biðstöðu 

Verkefnið gengur út á að lífvæða svokölluð biðsvæði í borginni með tímabundnum lausnum. Verkefnið hefur verið í gangi á torgum og almenningssvæðum í borginni  frá árinu 2010. Það snýst um að lífvæða og endurskilgreina biðsvæðin með tímabundnum lausnum en oft ríkir óvissa um notkun og möguleika þeirra í framtíðinni. 
 
Biðsvæðunum er úthlutað til hópa og einstaklinga sem vilja gera tilraunir til að glæða þau lífi. Um leið er reynt að vekja hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og að virkja þá til að taka þátt í að þróa svæðin til framtíðar.
 
Á vormánuðum óskar Reykjavíkurborg eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum sem taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið stendur að jafnaði yfir frá maí til september ár hvert og er ætlað að skapa skemmtilegri torg í skemmtilegri borg.
 
Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netföngin olafur.ingibergsson@reykjavik.is eða edda.ivarsdottir@reykjavik.is.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =