Mikill áhugi fyrir Elliðaárvogi og Ártúnshöfða

Samgöngur Skipulagsmál

""

Fjölmenni var á kynningarfundi um Elliðaárvog og Ártúnshöfða sem haldinn var 22. febrúar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.  Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfið verður að fullu endurgert í anda þess rammaskipulags sem nú liggur fyrir. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð gesti velkomna og fór yfir sögu verkefnisins og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar. 

Björn Guðbrandsson hjá Arkís fór yfir rammaskipulagið fyrir Elliðaárvog og Ártúnshöfða, en Arkís, Landslag og Verkís unnu hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg stóð fyrir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Sigríður Magnúsdóttir hjá Teiknistofunni Tröð sagði frá undirbúningsvinnu vegna Borgarlínu sem verður megin samgönguás í gegnum hverfið. Hún setti þær tengingar í stærra samhengi og lýsti einnig mögulegum útfærslum í Vogabyggð vestan Elliðaáa.

Hrólfur Jónsson stjórnandi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar sagði frá samþykkt Borgarráðs frá því maí 2016 og þeirri vinnu sem hefur verið í gangi í kjölfar hennar. Hann gerir ráð fyrir að samningar við lóðarhafa verði kynntir í borgarráði á næstu vikum. Samningarnir munu byggja á hugmyndum um þróunarfélag en í stað þess að stofna þróunarfélag verða gerðir samstarfssamningar. Þá gerði hann grein fyrir þeim svæðum sem stefnt er að að uppbygging hefjist á. 

Alls sóttu um 170 Í lok fundar voru fyrirspurnir úr sal og var þeim haldið til haga í fundargerð. Fundarstjóri var Oddrún Helga Oddsdóttir og fundarritari Lilja Grétarsdóttir.

Kynningarglærur frá fundinum:

Nánari upplýsingar:

Tengdar fréttir:

Tengdar síður: