Ellefu þúsund íbúar í hverfinu
Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum
Reykjavíkurborg hefur sett sér samningsmarkmið vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar þéttingarsvæða við Elliðaárvog – Ártúnshöfða og voru þau samþykkt í borgarráði 27. nóvember 2014. Markmiðin eru í samhljóm við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 til 2030 þar sem áherslur eru lagðar á fjölbreytileika í stærð og gerð íbúða; á gæðasvæði og gott umhverfi; sem og á að varðveita staðaranda og yfirbragð byggðar.
- Land og innviðir borgarinnar verði nýtt sem best.
- Stofnkostnaður innviða fyrir uppbyggingarsvæði verði greiddur með fjármunum sem fást af uppbyggingunni eða að Reykjavíkurborg fái hluta af viðbótarbyggingarrétti og ráðstafi með úthlutun og sölu byggingarréttarins.
- Ákveðinni fjárhæð verði varið í listaverk í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð ákveðinn hluti af heildarstofnkostnaði innviða.
- Byggt verði upp í samræmi við Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og stuðlað að uppbyggingu leigumarkaðar og félagslegri blöndun íbúa. Stefnt verði að því að 20-25% íbúða í hverfum verði leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða Nýju Reykjavíkurhúsin. Einnig verði stefnt að því að Félagsbústaðir hf. hafi kauprétt á allt að 5% íbúða fyrir félagslegt leiguhúsnæði.
Stofnun þróunarfélags er til skoðunar