Nýr leikskóli í Völvufelli

Teikning af hópi hlæjandi barna.

Reykjavíkurborg mun byggja 200 barna 10 deilda leikskóla í Völvufelli á næstu árum. Undirbúningur stendur nú yfir og mun samkeppni um nýjan leikskóla fara fram árið 2023.

Í hverfinu eru íbúar sem tala fjölmörg tungumál og hafa ólíkan bakgrunn. 

English (EN) – Polski (PL) – ภาษาไทย (TH) – Español (ES) – بالعربية (AR)

Miðstöð barna

Í nýjum leikskóla verður einnig miðstöð barna en þangað geta foreldrar komið með  börnin sín og hitt aðra foreldra og starfsfólk leikskólans og átt góða stund.

Miðstöð barna er hugsuð fyrir foreldra og börn sem eru ekki í leikskóla og íbúar hverfisins munu geta notað lóðina þegar skólinn er lokaður.

Hvernig væri draumaleikskólinn í fjölmenningarsamfélagi?

Til þess að leikskólinn þjóni sem best því fjölmenningarsamfélagi sem er í hverfinu verður boðið til samráðsfundar í Gerðubergi 13. desember kl. 8:30.

Fundurinn mun fara fram á íslensku en túlkað verður á 5 tungumál: pólsku, ensku, spænsku, arabísku og tælensku.  

Á fundinum verður skipt í hópa eftir tungumálum þar sem rætt verður um draumaleikskólann í fjölmenningarsamfélagi.

Við veltum fyrir okkur hvernig best er að vinna með þá fjölmenningu sem er í hverfinu og þátttakendur verða beðnir að svara nokkrum spurningum; á sínu tungumáli.

Öll áhugasöm eru velkomin að koma og taka þátt.

 

Hugmyndasöfnun

Allar þær hugmyndir sem munu koma fram á fundinum í Gerðubergi og verða innsendar á samráðsvefnum munu nýtast í undirbúningi og samkeppni um leikskólann.

 

Einnig er hægt að setja inn hugmyndir og ábendingar á samráðsvef Reykjavíkurborgar.

Tölvuteiknuð mynd af leikskólasvæði við Völvufell.