Verum klár - fræðsla
Fræðsla
Rannsóknir sýna að eftirfarandi þættir hafa góð og verndandi áhrif á börn og ungmenni og minnka líkur áhættuhegðun, depurð, kvíða og annarri vanlíðan.
Góð áhrif
- Öflugt foreldrasamstarf
- Umhyggja og hlýja
- Þátttaka í skipulögðu starfi
- Foreldrar viti með hverjum og hvar ungmenni eru á kvöldin og um helgar
- Þekkja vini barna sinna og foreldra vina
- Að setja skýrar reglur um hluti í daglegu lífi barnanna. Hvað má gera og hvað ekki, bæði heima og utan heimilis
- Virða útivistartímann
- Leyfa ekki foreldralaus partý
- Tími sem varið er með foreldrum, s.s.:
- Spila saman
- Horfa á bíómynd
- Elda og/eða baka saman
- Borða saman
- Taka saman þátt í verkefnum sem þarf
Þættir sem rannsóknir benda til að hafi neikvæð áhrif á börn og ungenni og auka líkur á áhættuhegðun.
Neikvæð áhrif
- Eiga vini sem eru í neyslu
- Tóbak, áfengi og ólögleg vímuefni
- Hangs og að vera án eftirlits
- Of lítill nætursvefn
- Of mikill skjátími
- Of ung börn á samfélagsmiðlum
- "Nýjar" tegundir vímuefna, t.d. nikótín- og koffínvörur þar sem unglingar og ungmenni eru markhópurinn
- Klámáhorf
- Jákvæð viðhorf foreldra til áfengisdrykkju ungmenna