Veggjakrot

""

Vantar þig aðstoð við hreinsun á veggjakroti? Reykjavíkurborg aðstoðar við fyrstu hreinsun á skemmdarverkum sem hafa verið máluð eða spreyjuð á húsveggi, girðingar og undirgöng í miðborginni í samstarfi við íbúa, rekstraraðila og/eða fasteignaeigendur.

Borgin hreinsar einnig af

  • Fasteignum borgarinnar, þar á meðal grunn- og leikskólum
  • Umferðarmannvirkjum, þar á meðal undirgöngu, umferðarbrúm og hljóðmönum
  • Bekkjum, ruslastömpum, ljósastaurum, stöðumælum og umferðarskiltum
  • Leiktækjum utanhúss við leikskóla og á gæsluvöllum og opnum leiksvæðum í eigu borgarinnar
  • Útilistaverkum á opnum svæðum og á lóðum stofnana borgarinnar
  • Ýmsum mannvirkjum á opnum svæðum og á lóðum stofnana borgarinnar

Hvernig fæ ég aðstoð?

  • Þú, hvort sem þú ert íbúi, húseigandi og/eða rekstraraðili, setur þig í samband við Reykjavíkurborg og biður um aðstoð í gegn um ábendingavef borgarinnar.
  • Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg skoðar og metur umfang skemmdarverkanna.
  • Verktaki hefur samband. Tímasetning fyrir hreinsun fundin og kostnaðaráætlun gerð.
  • Verktaki hefur eftirfylgni í einn mánuð frá lokadegi fyrstu hreinsunar.
Athugið að ef skemmdarverk eru unnin aftur á sama stað skal tilkynna lögreglu og verkefnastjóra verkefnis við fyrsta tækifæri.