16168 Mannauðs- og launakerfi
Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar fyrir hönd mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í heildstætt mannauðs- og launakerfi, EES útboð nr. 16168.
Samningurinn nær m.a. til innleiðingar, uppsetningar, gagnaflutnings frá eldri kerfum, samþættingar við önnur kerfi, kerfisstýringar, hýsingar og rekstrar, þjónustu, stuðnings, uppfærslna og þróunar kerfisins.
Tilboð skulu fela í sér allan kostnað sem fellur til vegna kerfisins á innleiðingartíma og samningstíma. Þá skal einnig tekið tillit til útleiðingar og að gögn séu afhent kaupanda við samningslok.
Markmið samningsins er að Reykjavíkurborg fái fullkomna lausn til að halda utan um starfsmannahald, skipurit og launavinnslu með öruggri, réttri og tímanlegri launagreiðslu ásamt lágmarks umsýslu.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 09:00 þann 9. desember 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:15, þann 20. janúar 2026.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur en sjá má opnunarskýrslu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda