16072 Árborg - Endurgerð húsnæðis

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

Árborg - Endurgerð húsnæðis, útboð nr. 16072.

Lýsing á verki:

Verkið felst í niðurrifi á þakvirki hluta húss, fullnaðarfrágangi að utan og innan ásamt hurða- og gluggaísetningu. Núverandi bygging er hefðbundið staðsteypt hús byggt árið 1980. Steyptir burðarveggir byggingarinnar munu halda sér eins og það er í dag. Frágangur að innan felst í uppsetningu inniveggja, hurða, loftaklæðningar, innréttinga og loftræsingar ásamt öðrum húskerfum, raflagnir, neysluvatnslagnir og gólfhita. 

Árborg leikskóli er staðsettur við Hlaðbæ 17 í Árbænum í Reykjavík.

Helstu verkþættir og magntölur eru: 

Einangrun og klæðning útveggja             160 m2

Endurgerð þakvirkis                                 245 m2

Gluggar og hurðir                                     24 stk.

Innveggir                                                  280 m2

Öll tækni- og lagnakerfi hússins s.s. loftræsikerfi, vatns-, raflagnir í 474 m2 húsnæði.

Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 11:00: þann 28. nóvember 2024.  Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 15. janúar 2025.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2024