Forsendur náms í Tungumálaveri

Undirstöðukunnáttu er krafist af nemendum í Tungumálaveri. Þeir þurfa að skilja allvel talaða norsku, sænsku eða pólsku, geta lesið og skilið norska, pólska, sænska texta sem hæfa aldurshópi þeirra og geta gert sig skiljanlega á talaðri norsku, pólsku eða sænsku.

 

Nauðsynleg forþekking

Verkefnastjóri hvers tungumáls metur hvort nýnemar hafi nauðsynlega forþekkingu til að stunda nám við Tungumálaver. Við leggjum áherslu á að ekki er boðið upp á byrjendakennslu í tungumálunum og að öll kennsla fari fram á markmálunum. Tenging við löndin nægir því miður ekki til náms hjá okkur í þessum tungumálagreinum og þurfa nemendur sem ekki uppfylla lágmarkskröfur að taka dönsku í sínum skóla.  

 

Pólska

Pólska er kennt sem móðurmál og miðað  við pólska námsskrá fyrir nemendur sem læra pólsku erlendis, er nauðsynleg lágmarkskunnátta að nemendur geta talað pólska og hafa nægan orðaforða til að taka þátt í kennslu.

Sænska og norska

Til að meta hvort nemendur hafi nauðsynlega grunnþekkingu á tungumálinu taka verkefnisstjórar í norsku/sænsku viðtöl við nýja nemendur og gefa þeim um leið verkefni til að leysa. Hæfni er metin út frá 1. stigi í flokkunum Hlustun, Lesskilningur, Samskipti og Frásögn í Aðalnámskrá.

 

Undirstöðukunnátta, sem nemandi þarf að hafa til að geta stundað nám í norsku eða sænsku, er að skilja allvel talaða norsku/ sænsku, geta lesið og skilið einfalda norska/sænska texta miðað við sinn aldurshóp og geta gert sig skiljanlegan á töluðu norsku/sænsku máli. Þessi lágmarkskunnátta er nauðsynleg til þess að nemendur geti nýtt sér það norskunám/sænskunám sem í boði er.
Aðalnámskrá grunnskóla kafli 20.1