Tónskóli Eddu Borg

Tónlistarskóli

Kleifarsel 18
109 Reykjavík

Ljósmynd af tónlistarskóla Eddu Borg

Um Tónskóla Eddu Borg

Tónskóli Eddu Borg er alhliða tónlistarskóli með stórt hjarta.

Markmið skólans að búa nemendur sem best undir hljóðfæranám í gegnum söng, hlustun, hreyfingu, leik og sköpun.  Þegar hljóðfæranám hefst er þátttaka foreldra mikilvæg til að styðja við tónlistariðkun barna sinna. Hljóðfæranám byggir á heimavinnu nemandans, þ.e. reglubundnum daglegum æfingum á hljóðfærið.

Nemendur geta valið um að fara klassíska/hefðbundna leið í tónlistarnáminu eða byggja nám sitt á rythmískri tónlist. Áhersla er lögð á að nemendur komi fram á tónleikum og á tónfundum.

Skólastjóri er Edda Borg Ólafsdóttir

 

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Tónskóla Eddu Borg á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Teikning af konu að spila á selló.