Tillaga að starfsleyfi - Sorpa að Gufunesvegi 10
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu að Gufunesvegi 10 vegna endurnýjunar á starfsleyfi. Um er að ræða móttökustöð fyrir úrgang, bifreiða- og vélaverkstæði,bón og bílaþvottastöð og olíugeymi til eigin nota. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöð Sorpu í Gufunesi, Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi, Starfskilyrði fyrir bifreiða og vélaverkstæði, Starfsskilyrði fyrir bón- og bílaþvottastöðvar. Lagt er til að gildistími verði 5 ár. Gögn vegna tillögunnar eru aðgengileg á vef Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur https://reykjavik.is/tillogur-ad-starfsleyfi-i-auglysingu á tímabilinu 16.12.2024 til 16.01. 2025. Á þeim tíma er öllum heimilt að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendar Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.